-
Skaftfell Listamiðstöð
Skaftfell listamiðstöð er myndlistarmiðstöð Austurlands, þar sem innlendri og erlendri nútímalist eru gerð skil. Miðstöðin er til húsa í gömlu timburhúsi frá 1907 og þar má finna sýningarými, listabókasafn, skrifstofu, fundarherbergi, gestaíbúð og veitingastaðinn Skaftfell Bistró. Skaftfell hýsir reglulega listafólk víðs vegar að, bæði til að vinna að fyrirfram ákveðnum þemum og sem vinna sjálfstætt. Listafólkið hefur aðgang að Prentverk Seyðisfjörður, prentverki sem rekið er af samvinnuhópi nokkurrra listahópa á staðnum.
-
Skaftfell sýningar
Er ekki lengur | No Longer | لَمْ تَعُدْ Nermine El Ansari 30. nóvember – 17. desember, 2023 Í þessari sýningu heyrir áhorfandinn rödd súdanska skáldsins, rithöfundarins og aðgerðasinnans Moneim Rahama (sem nú er í útlegð í Frakklandi), sem les „Er ekki lengur“, ljóð skrifað 23. október síðastliðinn. Raddupptakan er sett saman með nýju hljóðverki. Innsetningin felur í sér samsett verk sem El Ansari skapaði til að bregðast við bæði persónulegri reynslu og sögum fólks sem hún hefur unnið náið með sem hefur staðið frammi fyrir nauðungarflótta.
-
Skaftfell Bistró
Skaftfell Bistró er á jarðhæð listamiðstöðvarinnar Skaftfells, Austurvegi 42 á Seyðisfirði. Veitingahúsið býður upp á frumlegan matseðil með hefðbundnum íslenskum mat með nýstárlegum snúningi. Hluti af staðnum er helgaður svissnesk-þýska listamanninum Dieter Roth (1930-1998) sem bjó og starfaði á Seyðisfirði af og til síðustu æviár sín. Auk verka eftir Roth prýða veitingahúsið myndir eftir núlifandi austfirskt listafólk. http://skaftfellbistro.is
Um Skaftfell
Skaftfell listamiðstöð er myndlistarmiðstöð Austurlands, þar sem innlendri og erlendri nútímalist eru gerð skil. Miðstöðin er til húsa í gömlu timburhúsi frá 1907 og þar má finna sýningarými, listabókasafn, skrifstofu, fundarherbergi, gestaíbúð og veitingastaðinn Skaftfell Bistró.
Skaftfell hýsir reglulega listafólk víðs vegar að, bæði til að vinna að fyrirfram ákveðnum þemum og sem vinna sjálfstætt. Listafólkið hefur aðgang að Prentverk Seyðisfjörður, prentverki sem rekið er af samvinnuhópi nokkurrra listahópa á staðnum.
Skaftfell rekur einnig tvo aðra staði: Geirahús, heimili hugsjónalistamannsins Ásgeirs Jóns Emilssonar (1931-1999) og Tvísöng, gríðarstóran hljóðskúlptúr frá 2012, eftir þýska listamanninn Lukas Kühne.
Skaftfell á 25 ára afmæli á þessu ári. Miðstöðin var stofnuð 1998 í minningu svissnesk-þýska listamannsins Dieters Roth (1930-1998), sem bjó og starfaði á Seyðisfirði með hléum síðustu æviár sín og hafði varanleg áhrif á menningarlíf bæjarins.
Fréttir | News
Testing Grounds 8. þáttur
The 8th and final episode of the NAARCA podcast series, Testing Grounds, is out now. Link in bio to listen! How might a philosophy of repair change our approach to planning and architecture? Art Hub Copenhagen is NAARCA’s Danish partner, and the only member residency located in a major city. It op